kölnarbúar

mikið er ég hrifin af kölninni minni,meira með deginum hverjum...er búin að vera frekar mikið í bænum á tjútti eða úti að borða upp á síðkastið og þegar ég er í bænum á síðkvöldum hef ég tekið eftir SPES týpum á vappi hér í bæ....ekki úber hommum eða neinni slíkri snilld heldur fólki í kakíbuxum, lacoste pólóbol og með peysu hnýtta um mittið eða yfir axlirnar...! tók ekkert sérstaklega eftir þessu í fyrstu en svo voru þessir einstaklingar bara orðnir svo margir að ég ályktaði að þetta hlyti að vera eitthvað THING....spurði Ásu vinkonu mína, kölnarbúann mikla, og jújú...it is a thing....þetta er sem sagt STATEMENT!...hvað haldið þið að þetta þýði...nei, ekki ég er gay....eða ég er með glataðan smekk....þetta þýðir skal ég segja ykkur, ég er með háskólagráðu!!.....jamm, það er gott að ég er ekki komin með háskólagráðu enn...og langt í hana ef ég fæ að ráða.....en það að ég sé í háskóla, kallar á annars slags klæðaburð hér í borg...já....sem háskólastúdent "ætti" ég að klæða mig á eftirfarandi hátt þegar ég fer í bæinn að tjútta:

joggari eða gallabuxur
stuttermabolur
strigaskór
hugsanlega svona V hálsmáls peysa yfir mjaðmir eða axlir
ekkert make up
ógreitt hár

smart....ik'?

ef ég klæði mig eins og ég nú geri....dass af bleiku eða gulli, mikill augnskuggi og gloss og alltaf í háum....=HÓRA
já, ekki að grínast....fannst þjóðverjarnir líka setja upp aðeins of sannfærandi efasemdarsvip þegar ég segist vera 2ja barna móðir í háskólanámi....og alveg misstu þeir þráðinn þegar ég var með ölmu minni á tjúttinu...."já og þetta er barnapían mín"....einmitt....enda voru ása og alma (báðar ljóshærðar og málaðar) spurðar hvort þær væru hórur frá Eistlandi!! ( já þjóðverjarnir eiga sumir erfitt með að heyra muninn á ísland og eistland...einn meira að segja reifst við mig og sagði að það væri engin eyja í atlantshafinu!!)

EN...þetta er bara fyndið, og ekki fíla ég köln minna

tjus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís. Skemmtu þér vel á tjúttinu. Rosalega eru Kölnarbúar hallærislegir í klæðaburði. Engar súperskvísur eins og þú?

Magga frænka (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband