1.3.2007 | 20:27
LOKSINS!!!
Það tók þjóðina þokkalega langan tíma að fatta hvað hún á að kjósa!!!asskoti eru Íslendingar tregir...er því miður ansi hrædd um að þeir séu of seinir...það verður búið að kjósa yfir Ísland eilífa mengun og viðbjóð áður en réttir menn (= Steingrímur og co) ná völdum...og öll börinin okkar með astma og ofnæmi vegna mengunarinnar....buhu...mann langar bara að grenja...
VG með meira fylgi en Samfylking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér. Vonum samt að Steingrímur og hans fólk geti bjargað því sem bjargað verður.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.3.2007 kl. 20:38
Já, vonum að Steingrímur og co komi með netlögguna og loki fyrir bloggsíður eins og þessa.
Komminn (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:42
Já, vonum að Steingrímur og co komi með netlögguna og loki fyrir bloggsíður eins og þessa.
Komminn (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:42
Réttir menn ? Þvílíkt öfugmæli, með fullri virðingu. Annað eins afturhald og opinbera miðstýringu hefur ekki nokkur maður boðað í manna minnum síðan á dögum Breshnéfs, aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna sálugu. Steingrímur J er nú uppvís að því að boða almenna ritskoðun. Hann er uppvís að kúvendingu í málum virkjanna Þjórsár, sem hann var áður fylgjandi. Hann er ekkert annað en valdagráðugur tækifærissinni. Þú ættir að lesa söguna betur, Svala.
Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 21:08
Megi kjósendur forða okkur frá þeirri vitfirringu og vitleysu sem yfir þjóðina mun dynja komist VG í ríkistjórn. Þetta er ekkert annað en öfgafullur afturhaldsflokkur sem sækir hugsjónir sínar til Lísu í Undralandi.
jarm (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.